Nýjar vélar í málm- og véltæknideild

11/4/2008

  • Ljósavél, Hjálmar kennari og nemendur

Tölvustýrður rennibekkur kominn á renniverkstæði

Í síðustu viku kom inn á gólf í málmskálanum tölvustýrður (CNC) rennibekkur. Er þetta seinni hluti af vélakaupum til að CNC-væða renniverkstæði skólans. Fyrir ári kom tölvustýrður fræsari sem nú þegar er hafin kennsla á. Með þessu er renniverkstæði skólans með best útbúnu renniverkstæðum í framhaldsskólum landsins og stenst fyllilega kröfur námskrár um kennslu í rennismíði. Í lok mánaðarins kemur svo sérfræðingur frá Danmörku til að kenna Aðalsteini Ómarssyni kennara á rennibekkinn.

CNC rennibekkur, Aðalsteinn kennari ásamt nemendum

Aðalsteinn kennari ásamt nemendum

Kaupþing gefur málm- og véltæknideild vél

Kaupþing í samstarfi við Félag vélstjóra og véltæknimanna hefur afhent málm- og véltæknideild BHS veglega gjöf. Gjöfin er vél með ástengdum rafala (ljósavél) en Kaupþing var að endurnýja þessa vél hjá sér vegna stækkunar aðalstöðva bankans. Vélin er mjög lítið keyrð og lítur út sem ný. Hún mun gegna stóru hlutverki í kennslu og bilanagreiningu í vélvirkjun. Möguleiki er á að tengja vélina inn á rafkerfi skólans, sem hefði komið sér vel um daginn þegar rafmagnið fór af stóran hluta dagsins, en hún gengur fyrir olíu. Hjálmar Baldursson kennari hefur unnið í því að vélin var gefin til skólans. Þá hefur véladeild Heklu aðstoðað við verkið en skólinn á ágætt samstarf við þá.


Ljósavél, Hjálmar kennari og nemendur

Hjálmar kennari ásamt nemendum í vélvirkjun


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira