Mannréttindi og borgaravitund - kennsluhættir

11/4/2008

  • Þátttakendur í pestalozzi þjálfunarprógrammi

Guðrún Ragnarsdóttir lífsleiknikennari er þátttakandi fyrir hönd Menntamálaráðuneytis og Félags lífsleiknikennara (F-LÍF) í Pestalozzi þjálfunarprógrammi á vegum Evrópuráðsins (Council of Europe). Verkefninu er ætlað að þjálfa leiðsagnarkennara, eða þá sem taka að sér kennaranema, til að leiðbeina kennurum um hvernig miðla má hugmyndafræði kennsluhátta í borgaravitund og mannréttindum.

Til þessa hafa verið þrír vinnufundir hjá þátttakendum í þessu verkefni; október 2006 í Frakklandi, maí 2007 í Slóveníu og mars 2008 í Frakklandi. Hlutverk þátttakenda, sem eru frá fjölmörgum Evrópulöndum, er að hanna efni sem miðla á áfram, að dreifa hugmyndafræðinni og að byggja upp gott og öflugt samskiptanet.

Nú hefur Guðrúnu verið boðið að gerast sérfræðingur á vegum Evrópuráðsins á þessu sviði. Hún fer til Armeníu dagana 11.-12. maí. Þar mun hún leiðbeina leiðsagnarkennurum um kennsluaðferðir í mannréttindafræðslu (human rights education) og eflingu borgaravitundar (democratic citizenship).Verkefnið mun standa yfir í ár.

Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á vef Evrópuráðsins og á vef Félags lífsleiknikennara.  

Þátttakendur í pestalozzi þjálfunarprógrammi
Guðrún sjöunda frá hægri í hópi þátttakenda


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira