Jarðfræðiferð

14/3/2008

  • Nemendur í Reynisfjöru

Nemendur í JAR103 ásamt Kristni jarðfræðikennara og Þórhildi kennaranema fóru í hina hefðbundnu jarðfræðiferð dagana 11. til 12. mars. Ætlunin var að fara upp í Þórsmörk en ófærð kom í veg fyrir þau áform. Í staðinn var farið um Suðurland allt austur að Reynisfjöru. Gist var í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Í ferðinni kynntust nemendur jarðfræði svæðisins. Raufahólshellir var skoðaður og fjallað um jarðfræði Heklu, Tindfjallajökuls, Eyjafjallajökuls og Kötlu. Veður var með afbrigðum gott og skartaði m.a. Reynisfjara sínu fegursta.

Á myndunum má sjá hópinn í Reynisfjöru og Einar Bjart í Gettu betur liðinu við hinn örlagaríka Urriðafoss.

Einar Bjartur við hinn örlagaríka UrriðafossNemendur í Reynisfjöru

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira