Íþróttir fyrir afreksfólk - námstilboð til ungs íþróttafólks
Frá og með haustönn 2008 verður boðið upp á afreksíþróttaáfanga í knattspyrnu, körfuknattleik og golfi í Borgarholtsskóla. Nemendur í afreksíþróttaáfanga geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er.
Afreksíþróttaáfangi er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi.
Nemendur fá þrjár æfingar á viku á skólatíma. Auk þess er eitt helgarnámskeið á hverri önn þar sem lögð er áhersla á ýmsar stoðgreinar sem nýtast afreksíþróttafólki.
Hér fyrir neðan má nálgast kynningarbréf um námið með nánari upplýsingum:
Íþróttir fyrir afreksfólk í Borgarholtsskóla - Námstilboð til ungs íþróttafólks (pdf-skjal).
Til að opna skjalið þarf Acrobat Reader. Þetta forrit getur þú sótt og notað þér að kostnaðarlausu.