Jarðfræðiferð um Suðurland

12/3/2008

  • Nemendur í NÁT 113 við Gullfoss

Hin venjubundna jarðfræðiferð með nemendur í NÁT 113 var farin mánudaginn 10. mars. Eins og oft áður var farið vítt og breitt um Suðurland og skoðaðir áhugaverðir staðir frá jarðfræðilegu sjónarhorni. Veður var heiðskýrt, snjóhvít jörð og lítilsháttar frost. T.d. sást vel til Heklu og Tindfjalla. Vegna færðar var ekki hægt að fara Nesjavalla- og Gjábakkavegi en það kom ekki verulega að sök. Við Gullfoss varð hópurinn vitni að því að ungur maður af erlendum uppruna knékraup og bað um hönd stúlku sem var samferða honum. Stúlkan réði sér varla fyrir kæti en viðbrögð unga mannsinns voru hófstilltari.

Á myndinni má sjá nemendur Borgarholtsskóla ásamt kærustuparinu unga við Gullfoss.

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira