Ótrúleg spenna gegn MR í Gettu betur

10/3/2008

  • Sturla Snær, Hafsteinn Birgir og Einar Bjartur

Strákarnir í spurningaliðinu okkar stóðu sig frábærlega gegn MR í 4. liða úrslitum keppninnar síðastliðinn föstudag. Sturla, Hafsteinn og Einar byrjuðu nokkuð vel og staðan var 24-20 fyrir MR eftir hraða- og vísbendingaspurningar. Það gekk heldur illa í upphafi bjölluspurninga en þeir sýndu ótrúlegan styrk með því minnka muninn í 27-25. Seinni vísbendingaspurningar og þríþrautin var svo æsispennandi og endaði keppnin 27-26 fyrir MR. Lið MR mætir MA í úrslitum næstkomandi föstudag.

 

 

 

Stuðningshópurinn Lið MRStuðningsmenn


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira