Gjöf til námsbrautar í bílamálun

7/3/2008

  • Jón Bergur hjá Lakkhúsinu og Sigurður Hansson kennari í bílamálun
Þeir feðgar Hilmir Þorvarðarson og Jón Bergur sonur hans í Lakkhúsinu færðu bílamálurum þarflegt tæki í vikunni. Þetta er lampi sem gefur ljós samsvarandi dagsbirtu og auðveldar því nákvæman samanburð og val á litum. Það er ánægulegt þegar metnaðarfullir fagmenn hugsa hlýlega til skólans og leggja út fyrir búnaði sem kemur sér vel fyrir verðandi iðnaðarmenn sem hér eru í námi. Á myndinni afhendir Jón Bergur Sigurði Hanssyni kennara í bílamálun lampann. Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira