Leiklistarferð til London

7/3/2008

  • Hlustað á fyrirlesturí Globe leikhúsinu

Nemendur og kennarar í leiklistaráföngum við skólann voru í London frá fimmtudegi til sunnudags í síðustu viku. Þau heimsóttu Tate Modern Museum og Globe leikhúsið og fóru baksviðs í National Theatre. Einnig kynntu þau sér LAMDA leiklistarskólann en þar er Melkorka fyrrverandi nemandi úr Borgarholtsskóla við nám. Hópurinn sá þrjá söngleiki sem vöktu mikla lukku; Lion King, Wicked og Spamalot.
Það kom flatt upp Borghyltinga að hótelstjórnendur kynjaskiptu hópnum og settu þá í sitthvort húsið. Hótelið var reyndar vel staðsett en þetta 1,5 stjörnu hótel má muna sinn fífil fegurri, veggirnir voru þunnir sem blöð og allt heyrðist á milli. Það gerði svo sem ekki mikið til þar sem fólkið var úti við frá morgni til kvölds. Dálítill tími gafst í búðarölt og var hann nýttur í þaula. Ferðin gekk í alla staði vel og var skólanum til sóma.

Í lestinniMelkorka fyrrum Borghyltingur nú leiklistarnemi í London

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira