Nemendur á almennri námsbraut 2 í Örebro í Svíþjóð

28/2/2008

  • Almenn námsbraut 2 í Örebro í Svíþjóð

Hópur af almennri námsbraut 2 er nú staddur í Örebro í Svíþjóð. Um er að ræða 23 nemendur og kennarana Anton, Jette og Guðmund Þórhallsson. Ferðin er farin til að endurgjalda heimsókn nemendahóps frá Örebro sem kom til okkar í október í fyrra. Gista nemendur heima hjá sænsku krökkunum en eru í verkefnavinnu í skólanum þeirra, í Örebro og nágrenni á daginn. Ferðin stóð yfir frá mánudegi til föstudags og var hún styrkt af menntaáætlun Nordplus.
Hægt er að fylgjast með ferðinni og skoða myndir á bloggsíðu hópsins http://an2-i-orebro2008.blog.is/.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira