Borgarholtsskóli komst áfram í Gettu betur
Okkar lið vann Menntaskólann í Kópavogi 25-21 í 8. liða úrslitum Gettu betur föstudagskvöldið 22. febrúar. Keppnin fór fram í beinni útsendingu Sjónvarps úr Vetrargarðinum í Smáralind.
Hafsteinn Birgir Einarsson, Sturla Snær Magnason og Einar Bjartur Egilsson skipa liðið en umsjónarmaður er Sigurður Árni Sigurðsson sögukennari.
Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.