Skóhlífadagar og Glæsiball

25/2/2008

  • Borgarholtsskóli

Miðvikudaginn 20. febrúar og fimmtudaginn 21. febrúar voru skóhlífadagar Borgarholtsskóla. Þessa daga fellur hefðbundin kennsla í skólanum niður og nemendur eiga kost á að sækja námskeið sem kennarar bjóða upp á í stað kennslu.

Á fimmtudagskvöldið var hið árlega Glæsiball haldið í skólanum. Um er að ræða algerlega vímulaust ball. Kennarar og starfsfólk skólans mæta einnig á ballið og þjóna nemendum til borðs. Á föstudag var svo frí hjá nemendunum en starfsdagur hjá starfsfólki skólans.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af hópi sem var á bílanámskeiði fyrir stelpur. Leiðbeinendur voru: Hildur nemandi í bifvélavirkjun (yst til vinstri) og Ingibergur kennari í bifvélavirkjun (til hægri).

Bílar og stelpur

Hér fyrir neðan eru myndir frá glæsiballinu.

Glæsiball2008Glæsiball2008
Glæsiball2008
Glæsiball2008
Glæsiball2008

Glæsiball2008
Glæsiball2008
Glæsiball2008
Glæsiball2008
Glæsiball2008
Blæsiball
Glæsiball2008
Glæsiball2008


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira