Gestir frá Danmörku, Austurríki og Englandi

6/2/2008

  • Kennaranemarnir Anne Witty Englandi og Julia Gasser Austurríki

Hér í skólanum eru nú staddar þrjár ungar konur frá Danmörku, Austurríki og Englandi.

Julia Gasser og Anne Witty eru hluti af hópi 12 verðandi tungumálakennara frá sex Evrópulöndum sem kynna sér kennaramenntun við Háskóla Íslands. Einnig skoða þeir skólastarf og kennsluhætti í sex framhaldsskólum sem eru sérstakir samstarfsskólar félagsvísindadeildar HÍ um menntun kennara en Borgarholtsskóli er einmitt einn af þeim. Á sama tíma eru sjö íslenskir kennaranemar í nemendaskiptum í jafn mörgum Evrópulöndum. Verkefnið er liður í þriggja ára Comenius samskiptaverkefni sem nefnist EUROPROF og átta háskólar í álfunni taka þátt í. Hægt er að lesa meira um upplifun þeirra af íslensku skólastarfi í frétt Morgunblaðsins þann 5. febrúar.

Marie Christensen frá Danmörku er cand. mag. i dönsku og listasögu og með aukanám í dönsku sem annað mál. Á haustönn var hún úti á landi (FNV og FS - Snæfellsness) en nú á vorönn er hún fyrst hjá okkur (til 8. feb.) og síðan fer hún upp í FB og þaðan í Versló. Hlutverk hennar er aðallega að hjálpa til við munnlega tjáningu nemenda.

Marie Christensen aðstoðarkennari frá Danmörku
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira