Gettu betur - Borgarholtsskóli í 8 liða úrslit

16/1/2008

Borgarholtsskóli vann Fjölbrautaskóla Suðurnesja 22-10 í 16 liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna í gær. Í 1. umferð unnum við Fjölbrautaskóla Vesturlands 26-13. Fyrstu tveimur umferðunum var útvarpað beint á Rás 2. Liðsmenn eru Hafsteinn Birgir Einarsson, Sturla Snær Magnason og Einar Bjartur Egilsson. Sigurður Árni Sigurðsson sögukennari hefur umsjón með liðinu.
Borgarholtsskóli mætir liði Menntaskólans í Kópavogi í 8 liða úrslitum í Sjónvarpssal föstudagurinn 22. febrúar.
Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.




Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira