Útskriftarhátíð

20/12/2007

  • ÚtskriftHaust2007

98 nemendur útskrifuðust frá Borgarholtsskóla í dag, sumir með fleiri en eitt próf, og er það óvenju stór hópur í jólaútskrift. Í annál Bryndísar Sigurjónsdóttur skólameistara kom fram að á þessu 12. starfsári skólans er enn ekkert lát á fjölgun nemenda. Í haust innrituðust um 1500 nemendur í skólann, ýmist í dagskóla, kvöldskóla, dreifnám eða síðdegisnám. Skiptist nemendahópurinn í þrjá nokkurn veginn jafna hluta; iðngreinar, bóknám til stúdentsprófs og styttri starfsnámsbrautir. Mikil gróska hefur verið í félagslífi nemenda á árinu og hafa fulltrúar skólans vakið athygli á ýmsum vettvangi. Má þar nefna Helga Magnússon sem vann verðlaun í fimleikum á Ólympíuleikum fatlaðra í Kína. Fjölmargir kennarar skólans stunda nú masters- og doktorsnám eða símenntun af öðru tagi og ýtir það enn frekar undir framþróun í kennsluháttum. Meðal nýjunga er að á síðustu önn hófst kennsla í viðhaldi metanknúinna bifreiða.

Eftir að kennslustjórar höfðu afhent nemendum prófskírteini sín og verðlaunað þá sem sýndu framúrskarandi árangur í námi flutti skólameistari ávarp til útskriftarnema. Vakti hann athygli þeirra á hve menntun hefði margþætt gildi og veitir frelsi til að velja milli tækifæra í starfi og námi.

Signý Ósk Sigurjónsdóttir stúdent af félagsfræðabraut flutti ávarp útskriftarnema en hún fékk jafnframt verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Hún hóf nám við skólann haustið 2006 og gaf skólanum góða einkunn. Af hennar sögu má sjá hve nemendur skólans koma víða að en hún er frá Sauðárkróki.

Sönghópur Borgarholtsskóla undir stjórn Braga Þórs Valssonar og skólahljómsveit Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning við athöfnina.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir frá útskriftarathöfninni og af nokkrum verðlaunahöfum.

ÚtskriftHaust2007DSC04427 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007 ÚtskriftHaust2007


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira