Vinavika

16/11/2007

  • Vinavika 2007

Þessa dagana stendur yfir vinavika hjá starfsmönnum í skólanum. Fólk dró nafn úr potti og hefur síðan keppst við að gleðja viðkomandi. Sumir hafa meira hugmyndaflug en aðrir eins og gengur en allir fá þó eitthvað fallegt. Vingjarnlegt bréf, eitthvað matarkyns eða jafnvel fyrsta vísbending í ratleik hefur beðið í pósthólfum eða á vinnuborðum þeirra starfsmanna sem taka þátt. Sendiboðar hafa líka verið fengnir til að koma pökkum til skila. Leikurinn hefur kveikt mörg bros og sett skemmtilegan svip á vinnuvikuna. Fólk býður spennt eftir að vita hver er leynivinur þeirra en það kemur í ljós í gleðskap í kvöld.
Á myndinni hér til hliðar er fallega lagt á borð fyrir kennara sem fékk ókeypis hádegismat í mötuneytinu.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira