Heimsókn í Marel
Nemendur í málminum fóru í heimsókn í Marel sl. föstudag. Á móti hópnum tók yfirmaður á renniverkstæðinu, Kristmann Einarsson, en hann útskrifaðist úr rennismíði frá Borgarholtsskóla 2002. Kristmann fékk 10 á sveinsprófi stuttu seinna, fyrstur allra.
Nemendurnir voru mjög áhugasamir og líkaði vel heimsóknin. Meðal annars fékk Rán Bjarnadóttir nemandi í rennismíði tilboð frá Kristmanni um atvinnu.
Á myndinni má sjá nemendahópinn ásamt Aðalsteini kennara og Páli kennslustjóra.