Nemendur af félagsliðabraut heimsækja öldrunarheimili í Danmörku

15/11/2007

  • Félagsliðar í Danmörku

Nemendur og tveir kennarar af félagsliðabraut fóru í ferð til Kaupmannahafnar helgina 8. til 11. nóvember síðastliðinn. Heimsótt voru tvö öldrunarheimili, Benedikthjemmet og Lottehjemmet. Báðar heimsóknirnar voru lærdómsríkar en heimsóknin á Lottehjemmet var einstök. Það var mikil upplifun að sjá hversu vel var hugsað um fólkið á Lottehjemmet og mættu margar stofnanir taka það sér til fyrirmyndar. Starfsmenn á Lottehjemmet umgangast vistmenn með það viðhorf að leiðarljósi að lífið haldi áfram í ellinni og vistin á Lottehjemmet sé ekki endastöð, heldur heimili þar sem hver og einn nýtur lífsins áfram til fulls. Til gaman má geta þess að á Lottehjemmet varð 92 ára gömul kona ástfangin í fyrsta skipti á ævinni af öðrum vistmanni sem einungis var 86 ára. Á meðfylgjandi mynd má sjá gleðiglampann skína úr augum vistmanns sem vildi endilega teikna mynd fyrir gestina og smella einum kossi á nemendur. Ferðin var mjög lærdómsrík í alla staði.

Félagsliðahópur í Danmörku


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira