Íslandsmót í málmsuðu

1/11/2007

  • Íslandsmót í málmsuðu 2007

Hið árlega Íslandsmót í málmsuðu fór fram í málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla laugardaginn 3. nóvember. Keppt var í pinnasuðu, logsuðu og hlífðargassuðu og voru keppendur frá hinum ýmsu fyrirtækjum.

Nemendur í málmi sáu um tímatöku en bæði var gefið fyrir gæði suðunnar og tíma. Aðalstyrktaraðilar mótsins voru Klif og Ísaga.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira