Íslandsmót í málmsuðu
Hið árlega Íslandsmót í málmsuðu fór fram í málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla laugardaginn 3. nóvember. Keppt var í pinnasuðu, logsuðu og hlífðargassuðu og voru keppendur frá hinum ýmsu fyrirtækjum.
Nemendur í málmi sáu um tímatöku en bæði var gefið fyrir gæði suðunnar og tíma. Aðalstyrktaraðilar mótsins voru Klif og Ísaga.