Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna
Á þriðjudaginn í síðustu viku var stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Frá okkar skóla kepptu 8 nemendur, 4 á neðra stigi og 4 á efra stigi. Einn okkar nemenda sem keppti á efra stigi, Einar Bjartur Egilsson, komst í 17. sæti 216 keppenda. Frábær árangur það og mjög hvetjandi fyrir nemendur. Jóhanna Eggertsdóttir stærðfræðikennari var hvatamaður að þátttöku Borgarholtsskóla.