Innritun í dagskóla á vorönn 2008

23/10/2007

Innritun í dagskóla fer fram dagana 1. nóvember til 25. nóvember 2007 á vefnum menntagatt.is/innritun. Allar umsóknir um nám í dagskóla á vorönn eru nú í fyrsta sinn rafrænar. Sótt er um á netinu og berast umsóknirnar beint til upplýsingakerfis framhaldsskólanna. Umsækjendur geta sótt sér veflykil á menntagatt.is/innritun. Nemendum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við skólann ef þeir hafa áhuga á að sækja um. Innritun í kvöldskóla, síðdegisnám og dreifnám verður með hefðbundnum hætti og er auglýst sérstaklega.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira