Jarðfræðiferð um Suðurland

19/10/2007

  • Hópurinn við lágmynd af Sigríði frá Brattholti

Um 50 nemendur af bóknámsbrautum skólans fóru í jarðfræðiferð um Suðurland fimmtudaginn 18. október. Þar fengu þeir að kynnast af eigin raun m.a. ummerkjum um flekaskil á Þingvöllum, bólstrabergi hjá Laugarvatnshelli, hvernig vatnshverir fara að því að gjósa á Geysissvæðinu, rofi vatnsfalla hjá Gullfossi og myndun askja í Kerinu. Rigning var með köflum en annars gott veður. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, áhugasamir nemendur og fræðandi kennarar.

Hér til hliðar má sjá mynd af nemendum ásamt kennurum við lágmynd af Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti, einum helsta umhverfisverndarsinna hér á landi á síðustu öld.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira