Val fyrir vorönn 2008

2/10/2007

Nú er komið að því að velja áfanga fyrir vorönn 2008. Opið er fyrir valskráningu í Innu 3.-15. október. Nemendur skila endurskoðuðu og undirrituðu valblaði í umsjónartíma miðvikudaginn 17. október. Undirritað valblað gildir sem staðfesting á skólavist. Sem þýðir - ekkert val - engin skólavist!

Slóðin á Innu er: http://nemendur.inna.is

Hér fyrir neðan er listi yfir kjörsviðsáfanga á félagsfræða-, mála- og náttúrufræðibraut. Sama efni ásamt leiðbeiningum um valið og lista yfir aðra áfanga sem eru í boði má opna sem skjöl á word eða excel formi.

  • Leiðbeiningar vegna vals fyrir vorönn 2008 
  • Valáfangaskrá fyrir vorönn 2008 
  • Kjörsviðsframboð á vorönn 2008 
  • Áfangar virkir á vorönn 2008 

Kjörsviðsframboð á vorönn 2008

Félagsfræðabraut

FÉL 343 – Félagsfræði kvikmynda. Hugtök og sjónarhorn félagsfræðinnar notuð við að skoða erindi kvikmynda við samtíð sína.

FÉL 403 – Aðferðafræði. Fjallað um rannsóknaraðferðir félagsvísinda og tvær rannsóknir gerðar.

ÍSL 613 – Skáldsögur og smásögur.

ÍSL 643  –  Heimsbókmenntir (þýddar skáldsögur).

TÓN 103  – Tónlistarsaga.

SAG 313 – Tuttugasta öldin. Teknir eru fyrir ákveðnir efnisþættir í sögu 20. aldar, t.d. fyrri heimsstyrjöldin, millistríðsárin og kalda stríðið.

SÁL 203  – Þroskasálfræði.

SÁL 313  – Sálfræði fötlunar, öldrunar og áfallahjálpar.

SÁL 403  – Félagssálfræði. Auglýsinga- og afbrotasálfræði, skoðanakannanir o.fl. Rannsóknaráfangi þar sem nemendur velja sérsvið í upphafi annar.

STÆ 313 – Tölfræði og líkindareikningur I. Töluleg gögn og myndræn framsetning. Verkefni unnin með töflureikni.

STÆ 413 – Tölfræði og líkindareikningur II. Verkefni unnin með töflureikni og tölfræðiforriti.

REK 203 –  Rekstrarhagfræði.*

ÞJÓ 103 –  Þjóðhagfræði.*

* Ath. þeir sem hafa tekið REK 103 og ætla að nota hagfræði sem kjörsviðsgrein þurfa að taka bæði REK 203 og ÞJÓ 103 en báðir áfangarnir eru bara kenndir á vorönn.

Málabraut

DAN 403 – Lestur og tjáning. Áhersla á munnlega tjáningu, klassískar og nýrri bókmenntir, barnabækur, rauntextar og efni að eigin vali nemenda.

ENS 373 – Fagenska. Sjálfstæð verkefnavinna. Mikilvægur undirbúningur fyrir nám á háskólastigi bæði í verk- og bóknámi.

ENS 603 – Málsaga, bókmenntasaga og bókmenntir. Skáldsögur, smásögur, leikrit, leikhúsferð, kvikmyndahandrit og kvikmyndir.

ENS 803 – Textalestur. Textar frá ólíkum tímum og stefnum. Túlkun upplýsinga, rökstuðningur, munnleg og skrifleg tjáning.

FRA 403 – Lokaáfangi í málfræði. Textar af ýmsum toga. Munnleg og skrifleg tjáning. Sjáfstæð verkefnavinna.

FRA 503 – Fjölbreytt efni úr franskri menningu og tungumáli, efni valið að hluta til af nemendum sjálfum.

FRA 513 – Taláfangi. (Sjá FRA 603 í áfangalýsingum).

ÍSL 613 –  Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

ÍSL 643  –  Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

STÆ 313 – Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

STÆ 413 – Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

ÞÝS 403  – Lokaáfangi í málfræði. Textar af ýmsum toga. Áhersla á ritað mál.

ÞÝS 503  – Fjölbreytt efni úr þýskri menningu og tungumáli, efni valið að hluta til af nemendum sjálfum.

ÞÝS 603 – Taláfangi. Undanfari ÞÝS 403.

Náttúrufræðibraut

EÐL 203 – Varmafræði, hreyfing og bylgjur.

EÐL 303 – Nútíma eðlisfræði. Í áfanganum er farið í almennu afstæðiskenninguna, skammtafræði, efnisbylgjur og atóm- og kjarneðlisfræði.

EFN 203 – Ólífræn efnafræði. Gaslögmálið og efnahvörf, gas og gasjafnan, efnahvörf og orka, efnajafnvægi, sjálfgeng efnahvörf og hraði efnahvarfa.

EFN 313 – Lífræn efnafræði og lífefnafræði.

JAR 113 – Stjörnufræði.

JAR 203 – Almenn jarðsaga, landrek og jarðsaga Íslands. Verklegar æfingar svo sem kortaskoðun, vettvangsrannsóknir og nýting upplýsingatækni.

JAR 213 –  Haf- og veðurfræði. Íslenskt veðurfar og straumakerfi jarðar.

LÍF 203   – Erfðafræði.

STÆ 313 – Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

STÆ 413 – Sjá lýsingu undir félagsfræðabraut.

STÆ 513 – Strjál stærðfræði. Undirstaða undir tölvunarfræði og aðra stærðfræði.

STÆ 523 – Þrívíð rúmfræði með og án keilusniðs. Hagnýt verkefni.

STÆ 603 – Yfirlitsáfangi. Eldra efni og nýtt, svo sem tvinntölur og heildun.

TÖL 113  – Gagnasafnsfræði. Skipulag, vensl, hönnun og öryggi gagnasafna og fyrirspurnarmál. Nemendur hanna eigið gagnasafn.

TÖL 203N – Forritun. Java og hlutbundin forritun.


ATH!
Ekki er öruggt að allir þeir áfangar sem í boði eru verði kenndir.

Kjörsvið

  • Til að námsgrein teljist sem kjörsviðsgrein má ekki taka færri en 9 einingar í greininni samtals í kjarna og / eða á kjörsviði.
  • Taka má allt að 12 einingum af kjörsviði annarra brauta.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira