Samsýning allra skólastiga - Handverkshefð í hönnun
Nemendur í SJL 203 á vorönn 2007 hjá Kristveigu tóku þátt í verkefni á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands þar sem unnið var út frá handverkshefð í hönnun. Sýningin var opnuð nú um helgina og má segja að verkefni okkar nemenda hafi vakið mikla athygli. Á sýningunni sýna grunnskólar, framhaldsskólar, Listaháskóli Íslands auk fleiri aðila afrakstur verkefna sem unnin voru skólaárið 2006-2007.
Sýningin er í Norræna húsinu og er opin sem hér segir:
þriðjudaga – fimmtudaga kl. 12-23
föstudaga – sunnudaga kl. 12-17
mánudagar: lokað
Aðgangur er ókeypis.