Train for Europe

19/9/2007

  • Comeniusarverkefnið Train for Europe

Málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla er þátttakandi í Comeniusarverkefninu „TRAIN FOR EUROPE“. Verkefnið er í dag stærsta Comeniusarverkefnið sem er í gangi í Evrópu. Allt að 26 evrópskir skólar eru í þessu tveggja ára verkefni sem felst í því að hver og einn skóli hannar og smíðar sinn tengivagn fyrir járnbrautarlest í ákveðinni stærð. Öll hönnun er teiknuð í tölvu og síðan er hlutirnir smíðaðir í tölvustýrðum spóntökutækjum (CNC). Ákveðnar kröfur um nákvæmni eru gerðar til smíðinnar og í apríl 2009 verður lestin sett saman og er áætlað að hún verði allt að 5 metra löng. Aðalsteinn Ómarsson og Páll Indriði Pálsson munu stýra verkefninu en auk þess mun nokkur fjöldi nemenda koma að verkefninu sem hönnuðir og smiðir.
Heimasíða verkefnisins er www.cnc-network.eu
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira