Busavígslan

7/9/2007

  • Busavígsla 2007

Árleg busavígsla var þriðjudaginn 4. september og tókst vel þó veðrið væri ekki sem best og sumum væri orðið kalt í lokin. Nýnemar voru sóttir í kennslustund og svo fór hersingin á tveimur jafnfljótum niður í Gufunesbæ þar sem ýmsar þrautir voru leystar undir stjórn eldri nema. Eftir þrautagönguna fengu allir gos og grillaðar pylsur (að hætti starfsmanna Borgó). Þegar busavígslunni var lokið héldu nemendur heim.

Sama dag var skemmtikvöld í Borgarholtsskóla til þess að bjóða nýnemana velkomna. Nýnemakvöldið byrjaði kl. 18:45 og þeir sem mættu skemmtu sér vel.

Busaballið var svo haldið á Broadway miðvikudagskvöldið 5. september þar sem Á móti sól, Plugg´d og Dj Tempo spiluðu fyrir dansi. Húsið opnaði kl. 21:30 og var ballið til kl. 01:00 um nóttina. Boðið var upp á rútuferð heim á eftir. Það var frí í fyrstu tveimur tímum á fimmtudagsmorgni eftir ballið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira