Ný vél í málm- og véltæknideild

30/8/2007

  • Ný vél í málm- og véltæknideild

Málm- og véltæknideild skólans hefur fengið CNC (tölvustýrða) fræsivél. Vélin er af gerðinni Deckel Maho sem eru á meðal algengustu CNC véla í fyrirtækjum hér á landi og er mjög fullkomin. Þar með getur deildin boðið upp á kennslu í CNC stýrðum vélum samkvæmt námskrá. Innifalið í kaupunum var sex daga kennsla og Daninn Nils Gyldenvang frá DMG í Danmörku er hér öðru sinni að kenna rennismíðakennaranum Aðalsteini Ómarssyni á gripinn. Nú þegar er fullskráð í CNC 103 sem er fyrsti áfanginn á þessu sviði.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira