Skiptinemar frá Austurríki

24/8/2007

  • Skiptinemar frá Austurríki

Hér eru nú staddir skiptinemar frá verkmenntaskólanum í Bregenz sem við erum í Leonardo samstarfi við. Þetta eru síðustu nemendurnir sem við tökum á móti en samstarfið hefur staðið yfir í 7 ár og gengið mjög vel. Þau eru í starfsnámi fjóra daga í viku hjá Marel, Héðni og Fiskvélum og eru svo hjá okkur í skólanum á föstudögum þar sem þau m.a. koma til með að heimsækja nemendur í þýsku. Næsta vor fara svo þrír nemendur frá okkur til Bregenz. Hér til hliðar er mynd af þeim Daniel Frick, Nadja Koenig og Simon Nesler.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira