Kennsla hefst

22/8/2007

  • Afhending stundaskrár

Kennsla hófst í morgun samkvæmt stundaskrám. Um 1100 nemendur eru skráðir í dagskóla og hafa aldrei verið fleiri. Þar af um 220 nýnemar sem eru fæddir ´91. 181 nemendi hefur innritað sig í dreifnám og 83 í síðdegisnám. Einnig eru væntanlegir í skólann tæplega 200 grunnskólanemendur sem sækja ýmsa valáfanga. Innritun er ekki hafin í kvöldskóla. Erill hefur verið í skólanum undanfarna daga vegna undirbúnings á skólastarfinu, afhendingar á stundatöflum og breytinga á þeim.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira