Dreifnám MARGMIÐLUNARHÖNNUN OG BÓKASAFNSTÆKNI

7/6/2007

Borgarholtsskóli býður upp á metnaðarfullt dreifnám í margmiðlunarhönnun og í bókasafnstækni sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi. Námið nýtist öllum sem vilja á tökum á upplýsingatækni í því skyni að miðla hvers kyns efni á markvissan hátt. Ekki síst er námið gagnlegt kennurum, fjölmiðlafólki, myndlistarmönnum, kynningarfulltrúum, starfsmönnum upplýsingamiðstöðva á borð við bókasöfn og þeim sem vinna við upplýsingamiðlun á vegum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Umsóknarfrestur fyrir haustið 2007 er til 15. ágúst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast á dreifnámsvef Borgarholtsskóla. Sjá: http://dreifnam.multimedia.is. Staðbundin lota hefst föstudaginn 31. ágúst.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira