NÝTT - Dreifnám fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa í skólum ásamt leiðbeinendur í leikskólum.

1/6/2007

Við Borgarholtsskóla hefst haustið 2007 dreifnám fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa í skólum ásamt leiðbeinendur í leikskólum.

Námið samanstendur annars vegar af 18 einingum fyrir skólaliða sem skiptast á 2-3 annir og hins vegar 36 einingum fyrir stuðningsfulltrúa og leiðbeinendur í leikskóla, sem dreifist á 4 annir. Þetta nám byggir á aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum.

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2007. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira