Útskrift frá Borgarholtsskóla vor 2007.
Laugardaginn 19. maí 2007 voru brautskráðir frá Borgarholtsskóla 160 nemendur af ýmsum brautum. Þetta var ellefta starfsár skólans. Í haust hófu nám við skólann um 1400 nemendur í dagskóla, síðdegisnámi, kvöldskóla og dreifnámi.
Margir nemendur fengu viðukenningu við skólaslitin en dúx skóla varð Auður Viðarsdóttir en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í sálfræði, þýsku, íslensku og jarðfræði.
Við skólaslitinn afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði í Grafarvogi starfsbraut skólans 500.000 í ferðasjóð fyrir nemendur brautarinnar.
Í ræðu sinni til útskriftarnema fjallaði Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari m.a. um að láta drauma sína rætast og ekki vera hrædd við að taka áskorunum. En hér má lesa ræðu skólameistara.