Besta fyrirtækið: BASE frá Borgarholtsskóla.

30/4/2007

Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla var haldinn í aðalstöðvum Glitnis, Kirkjusandi 27. apríl. Veitt voru verðlaun fyrir besta fyrirtækið og sex aðra verðlaunaflokka. Sigurvegarar í hverjum flokki fengu til eignar verðlaunagrip sem glerlistamaðurinn Jónas Bragi Jónasson hannaði sérstaklega f. Unga frumkvöðla.

Í dómnefnd sátu Bjarni Bærings frá Actavis, Hildur Kristmundsdóttir, útibússtjóri Glitnis á Seltjarnarnesi, og Þór Clausen, forstöðumaður Simenntar Háskólans í Reykjavík.

Besta fyrirtækið: var valið BASE frá Borgarholtsskóla, BASE er skipað átta stúlkum sem framleiddu og seldu stálbakka sem þær höfðu sjálfar hannað og smíðað. Framkvæmdastjóri þeirra er: Ingunn Anna Ragnarsdóttir. Kennarinn þeirra er: Ásgeir Valdimarsson og ráðgjafinn þeirra var Ágúst Sigurðarsson sölustjóri hjá Maritech.
Besta fyrirtækið er valið af dómnefnd samkvæmt innsendum gögnum. Í dómum er tekið er tillit til viðskiptaáætlunar, framkvæmdar, markaðs-og sölumála, arðsemi, viðskiptahugmyndar og stjórnunar og samvinnu innan fyrirtækisins. Í umsókn um besta fyrirtækið skal einnig horfa til lýsingar á hinum flokkunum.

Stúlkurnar í BASE – unnu sér inn þátttökurétt á evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fer fram í Berlín í Þýskalandi dagana 26. – 29. júlí 2007.

Bjartasta vonin: Var einnig BASE frá Borgarholtsskóla. Sama fyrirtæki og valið var sem besta Fyrirtækið.

Meira um uppskeruhátíðina og um aðra verðlaunahafa má lesa á heimasíðu Junior Achievement á Íslandi.

base1

base2

base3

base4

base5


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira