Lestrarhestar

18/4/2007

Lásu 965 blaðsíður af texta eftir Halldór Laxness
Þau Sunna Mjöll, Eðvarð, Guðrún María, Helga og Þórdís hafa á síðustu vikum lesið tvær af stærstu skáldsögum Halldórs Laxness, Sölku Völku (1931-1932) og Sjálfstætt fólk (1934-1935).
Það er þónokkur áfangi að kynnast tæpum þúsund blaðsíðum af textum stórskálds og það sannaðist að þessu sinni (eins og sést m.a. á fallegum svip bókaormanna) að góðar bókmenntir úreldast ekki; þær lifa af heimsstyrjaldir, tískustrauma, reista múra og hrunda, aldamót og alnet.
lestrahestar081Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira