Íslandsmót iðnnema
Íslandsmót iðnnema fer fram fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. mars. Hluti keppninnar fer fram hér í Borgarholtsskóla á morgun kl.16.30. Þá verður keppt í logsuðu og rafsuðu. Á föstudeginum hefst svo keppni í Kringlunni kl. 10.00 og verðlaunaafhending kl. 17.30.
Tveir keppendur frá Borgarholtsskóla úr málm- og véltæknideild taka þátt í keppninni, Jón Kristinn Sigurðsson og Reynir Viðar Salómonsson.