Góð frammistaða í MORFÍS

19/3/2007

Lið Borgarholtsskóla lenti í öðru sæti í Morfís - ræðukeppni framhaldsskólanna eftir að hafa tapað naumlega fyrir liði MH í úrslitaviðureigninni. Dómnefndin hrósaði báðum liðum fyrir vasklega framgöngu. Um 30 lið frá hinum ýmsu framhaldsskólum hófu keppni í haust en að lokum stóðu aðeins eftir lið Borgarholtsskóla og MH. Lokakeppnin fór svo fram fyrir fullu húsi í Háskólabíó síðastliðið föstudagskvöld og var mikil stemming í salnum.
Við óskum MH-ingum til hamingju með sigurinn og okkar liði til hamingju með góða frammistöðu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira