Skóhlífadagar og Glæsiball.

27/2/2007

Dagana 28. febrúar og 1. mars verða svokallaðir skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Þá fellur hefðbundin kennsla í skólanum niður og nemendur hafa kost á að sækja námskeið eða aðrar sniðugar uppákomur. Kennarar skólans standa fyrir ýmsum námskeiðum og uppákomum en eins verða fengnir aðilar utan skólans til að brydda upp á nýjungum.

Skyldumæting er á skóhlífadaga og nú eiga allir að vera búnir að skrá sig á námskeið. Skóhlífadögum lýkur svo með balli ársins, Glæsiballinu í Gluggasal Borgarholtsskóla fimmtudaginn 1. mars frá 19:00-01:30.
Um er að ræða algerlega vímulaust ball. Kennarar og starfsfólk skólans mæta einnig á ballið og þjóna nemendum til borðs. Kennarar og starfsfólk eru þó ekki eingöngu í hlutverki þjónanna heldur setjast einnig til borðs og njóta kvöldstundarinnar með nemendum.
Veislustjóri er Bjarni Haukur (hellisbúi). Bubbi Morthens og Helga Braga munu skemmta og plötusnúður er Brynjar Már. Klæðnaður er formlegur. Kennarar munu verða með skemmtiatriði.

Föstudaginn 2. mars er starfsdagur í skólanum og því engin kennsla.

Glæsiballið 2006 Glæsiballið 2006

Glæsiballið 2006 Glæsiballið 2006

Myndir frá glæsiballi 2006.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira