Verðlaun á franskri menningarhátíð.

26/2/2007

Í tilefni af franskri menningarhátíð sem standa mun frá 22.febrúar til 12.maí var haldin frönskukeppni framhaldsskólanema í Iðnó þann 24.febrúar. Nemendur áttu að svara spurningunni: Hvað er Frakkland í ykkar augum? og fengu frjálsar hendur um hvernig þeir vildu svara. Diljá Guðjónsdóttir, nemandi í Borgarholtsskóla, fékk 2. verðlaun fyrir bók sem hún gerði fyrir keppnina.  37 nemendur tóku þátt í keppninni. Sendiherra Frakklands á Íslandi afhenti verðlaunin.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira