Borgarholtsskóli í úrslit í MORFÍS

23/2/2007

Lið Borgarholtsskóla hafði betur í viðureign sinni við lið Fjölbrautarskólans í Garðabæ, í undaúrslitum ræðukeppni framhaldsskólanna sem fram fór 22.febrúar. Lið Borgarholtsskóla vann með 70 stiga mun. Er þetta í fyrsta skipti sem lið frá Borgarholtsskóla kemst í úrslit Morfís. Úrslitakeppnin mun fara fram þann 16. mars næstkomandi í Háskólabíó.
TIL HAMINGJU STRÁKAR!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira