Iðnnemar frá Borgarholtsskóla standa sig vel.

12/2/2007

HEIÐURSVERÐLAUN Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík voru afhent í fyrsta sinn 3. febrúar síðastliðinn, í tilefni af 140 ára afmæli félagsins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Ásgrímur Jónasson, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, afhentu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Við sama tækifæri veittu Iðnmennt og Háskólinn í Reykjavík verðlaun.

Fjölmargir nýsveinar hlutu tilnefningu sveinsprófsnefnda sinna fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi árið 2006. Verðlaunin hlutu (iðn í sviga):
Ágúst B. Hinriksson (pípulagnir), Borgarholtsskóla, silfurverðlaun.
Bylgja Mjöll Helgadóttir (bakaraiðn), Menntaskólanum í Kópavogi, bronsverðlaun. Davíð Sigurðsson (rafeindavirkjun), Iðnskólanum í Reykjavík, bronsverðlaun. Davíð Þór Harðarson (pípulagnir), Borgarholtsskóla, bronsverðlaun. Gísli Eiberg Tómasson (pípulagnir), Borgarholtsskóla, bronsverðlaun. Guðmundur Ingi Guðmundsson (rafeindavirkjun), Iðnskólanum í Reykjavík, bronsverðlaun. Helgi Hrannar Traustason (húsasmíði), Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, bronsverðlaun. Jakob Sigurðsson (pípulagnir), Iðnskólanum í Hafnarfirði, bronsverðlaun. Jónas Jónsson (pípulagnir), Verkmenntaskólanum á Akureyri, silfurverðlaun. Kristinn Tobías Björgvinsson (húsasmíði), Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, bronsverðlaun. Sesselja I. Reynisdóttir (framreiðsla), Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum í Kópavogi, bronsverðlaun.

Andri Þór Arinbjörnsson, sveinn í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt í keppnum fyrir Íslands hönd í sinni iðngrein, en hann var hlutskarpastur á Norðurlandamóti í málaraiðn á liðnu ári. Hann hlaut silfurverðlaun fyrir árangur sinn og framúrskarandi sveinspróf árið 2005.
Háskólinn í Reykjavík veitti fjórum nýsveinum með afburða sveinspróf verðlaun í formi námsstyrks sem samsvarar einni önn í tækni- og verkfræðideild skólans. Verðlaunin hlutu Ágúst B. Hinriksson, Davíð Þór Harðarson, Guðmundur Ingi Guðmundsson og Kristinn Tobías Björgvinsson.

Iðnmennt, samtök starfsnámsskóla, veittu þremur útskriftarnemendum starfsnámsbrauta verðlaun fyrir frábæran námsárangur á sínu sviði. Verðlaunin hlutu Sigurður Bjarni Sigurðsson í trésmíði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri,

Lára Fanney Gylfadóttir í grafískri miðlun frá Iðnskólanum í Reykjavík og Ester Rafnsdóttir í snyrtifræði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. (Frétt af vef Mbl.is)
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira