Útskrift frá Borgarholtsskóla 20. desember 2006

20/12/2006

Miðvikudaginn 20. desember voru útskrifaðir 85 nemendur frá Borgarholtsskóla af ýmsum brautum skólans. Síðastliðið haust voru innritaðir um 1400 nemendur í skólann, í dagskóla, kvöldskóla, síðdegisnám og dreifnám. Skólahúsnæðið er varla nógu stórt til að taka við slíkum fjölda, því voru nokkur þrengsli í skólanum og sumir hópar fullstórir.

Fjölmargir nemendur fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur og félagsstöf við útskriftina. Hæstu einkunn á stúdentspófi fékk Björg Hákonardóttir af náttúrufræðibraut.

Ræðumaður útskriftarnemenda var Leifur Leifsson af félagsfræðibraut.  Sönghópur Borgarholtsskóla söng við athöfnina. Þorsteinn Karl Guðlaugsson kennari í málm- og véltæknigreinum lét af störfum vegna aldurs og var honum þakkað fyrir góð störf í þágu skólans, en hann hefur starfað við hann frá upphafi.

Í ræðu sinni til útskriftarnema lagði Ólafur Sigurðsson skólameistari út frá orðunum: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.  En Ólafur fer nú í ársleyfi og Bryndís Sigurjónsdóttir aðstoðarskólameistari tekur við skólastjórn í fjarveru hans.

útskrifthaust20061

utskrift-haust-2007-3  utskrift-haust-2007-2
Leifur-Leifsson_talar-fyrir-hond-nemenda útskrift-2006-haust


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira