Fréttir úr málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla

7/12/2006

Málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla hefur fest kaup á CNC (tölvustýrðum) spóntökuvélum. Um er að ræða fræsivél og rennibekk. Fræsivélin kemur í mars 2007 og rennibekkurinn ári síðar. Báðar vélarnar eru að fullkomnustu gerð og sambærilegar þeim sem framsæknustu málmiðnaðarfyrirtæki á Íslandi nota í dag eins og Marel og Össur.

Með tilkomu þessara tækja er stigið stórt skref í þá átt að málm- og véltæknideild BHS uppfylli allar kröfur í rennismíði samkvæmt námskrá.

Á þessum sömu tímamótum hefur deildinni verið boðið að vera með í Comenius verkefni, þar sem 16 skólar víðsvegar frá Evrópu ætla að vinna að verkefni í CNC stýrðum vélum. Smíða á járnbrautalest og mun hver skóli hanna og smíða sinn vagn hver. Í apríl 2009 hittast síðan allir þátttakendur og lestin “Train of Europe” verður sett saman en hún mun verða 5 m löng. Verkefnið er háð því að skólinn fá styrk frá Comenius, en það skýrist á næsta ári. Slóð verkefnisins er: www.CNC-network.eu
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira