Forréttindi að búa með fötlun
Freyja Haraldsóttir var með fyrirlestra í lífsleikniáföngum í síðustu viku. Mikill áhugi var meðal nemenda og Freyja var mjög ánægð með þær undirtektir sem hún fékk. Á heimasíðu verkefnisins forrettindi.is segir Freyja m.a.
“Þrefalt húrra fyrir opnum lífsleikninemum Borgarholtsskóla” ....
“Það var mikið, pælt, spurt og hugsað og fannst mér alveg frábært að kynnast svona opnum hópum aftur í þessum skóla.”
Á heimasíðu verkefnisins forréttindi.is má skoða myndir og lesa pistla Freyju um heimsóknina.