Nemendur í BHS aðstoða við upptöku á tónleikum Sykurmolanna
Nemendur í kvikmyndaáfanga á margmiðlunarbraut BHS voru mættir til leiks á Sykurmolatónleikunum laugardaginn 17. nóvember í Laugardalshöll og tóku þátt í videoupptöku tónleikanna. Nemendur stýrðu myndavélum og klipptu saman myndir uppá risaskjái í salnum hjá fyrstu tveim hljómsveitunum, Múm og Rass. Hákon Oddsson kennari stýrði svo og klippti Sykurmolana með tökumönnum frá Kukli. 11 nemendur tóku þátt í undirbúningi og upptöku tónleikanna.
ljósmyndirnar tók Einar Smárason