Góð þátttaka í námsmaraþoni

20/11/2006

  • Namsmarathon.18.11.06

Fjöldi nemenda mætti í skólann á laugardegi 18. nóvember til að læra. Þeir borguðu 1000 kr. hver fyrir að fá aðstoð hjá þeim kennara eða kennurum sem þeir vildu fá aðstoð hjá. Kennarar gáfu allir vinnu sína og ágóðinn rann í söfnun fyrir skóla í Pakistan.

Enginn fór svangur heim því Bakarameistarinn, Mosfellsbakarí, Vífilfell, Nói-Síríus og Ásbjörn Ólafsson gáfu veitingar. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Við minnum á bankareikning söfnunarinnar sem er: 1155-15-41414 kennitala 690688-1589.


Namsmarathon_18.11.06-3

Namsmarathon_18.11.06-4

Namsmarathon

Sigurborg-tyskukennari_adstodar_nema

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira