Fagkeppni í bílamálun og bílasmíði

15/11/2006

Laugardaginn 11. nóvember hélt Toyota umboðið á Íslandi fagkeppni í bílasmíði og bílamálun í Borgarholtsskóla. Keppni og öll vinna í kringum hana gekk mjög vel fyrir sig, en þetta er í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin samtímis í báðum þessum fögum.

Sigurvegarar keppninnar voru Birgir Örn Guðmundsson í bílamálun og Sigurjón Ólafssoni í bílasmíði.  Þeir fara í Evrópukeppni Toyota og etja kappi við kollega sína frá öðrum löndum.  Verðlaun voru mjög glæsilegir farandbikarar og skildir til eignar. En auk þess fengu allir þátttakendur hina vinsælu IPod að gjöf frá fyrirtækinu.  Ekki er vafi að svona samvinna við fyrirtæki styrkir skólann.

Sigurvegarar

Sigurvegarar_og_umsjonarmenn_keppninnar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira