Dósasöfnun – gámurinn er kominn

14/11/2006

  • Útskrift desember 2005

Þessa viku ( 13 - 18. nóv) erum við í Borgarholtsskóla að safna dósum og mun skilagjaldið renna í söfnun okkar til skólans í Pakistan í samvinnu við ABC Barnahjálp.

Við hvetjum alla til að setja dósir og flöskur í þar til gerðar grindur sem búið er að koma fyrir víða um skólann. Einnig hvejum við ykkur til að koma með dósir að heiman.  Drífið ykkur nú út í bílskúr eða geymslu og teljið dósir og flöskur, setjið í svartan plastpoka og komið með í skólann.  Gámurinn fyrir utan skólann, sem Samskip hefur lánað okkur, verður opinn í hádeginu alla daga og þar verður tekið á móti ykkur með bros á vör.  Ef gámurinn er lokaður þá má setja dósapokana við stigann í tengibyggingunni ( yfir í málm og bíl). 

 Dosagamur-sofnun
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira