Námsmaraþon og dósasöfnun

7/11/2006

  • born-i-pakistan

Við höldum áfram að safna fyrir skólanum í Pakistan, nú með námsmaraþoni 18. nóvember klukkan 11.00 - 14.00. Nemendur borga 1000 krónur fyrir að fá að læra hjá þeim kennara eða kennurum sem þeir vilja fá aðstoð hjá. Fögunum verður skipt á stofur skólans og kennarar verða til taks. Kennarar gefa vinnu sína og nemendur borga 1000 krónur og rennur ágóðinn í söfnun skólans til að byggja skóla í Pakistan í samvinnu við ABC-barnahjálp.

Vikuna 13.-17. nóvember verður gámur staðsettur við skólann og þar verður tekið á móti dósum og flöskum. Einnig verður öllum dósum og flöskum sem til falla þessa vikuna innan dyra safnað í gáminn.

Við minnum einnig á bankareikning söfnunarinnar sem er: 1155-15-41414 kennitala 690688-1589.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira