Íslandsmeistaramót í málmsuðu

1/11/2006

Árlegt Íslandsmeistaramót í málmsuðu verður haldið í Borgarholtsskóla n.k. laugardag og hefst kl. 9.30.

Átján keppendur hafa skráð sig til leiks og verður keppt í sex suðuaðferðum. Sigurvegari og þá um leið íslandsmeistari í málmsuðu mun síðan keppa fyrir hönd Íslands í norðurlandamóti í málmsuðu sem fram fer í Finnlandi vikuna eftir.

Aðalstyrktaraðili keppninnar er Ístækni sem hefur umboð fyrir Kemppi suðuvélar, sömu gerðar og suðudeildin í Borgarholtsskóla endurnýjaði hjá sér nú í haust.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira