Nemendur BHS á Alþjóðlegu kvikmyndahátiðinni.

2/10/2006

Nemendur í kvikmyndaáfanga á upplýsinga og fjölmiðlabraut taka nú þátt í Festival TV, sem er samvinnuverkefni Alþjóðlegrar kvimyndahátíðar í Reykjavík, meistaranema í blaða- og fréttamennsku við HÍ og kvikmyndanemenda í BHS. Auk þess koma Apple og Saga Film að verkefninu. Daglega eru teknar upp fréttir sem sýndar eru á vef hátíðarinnar, í upplýsingamiðastöð hátíðarinnar á Torvaldsen Bar og í Háskólabíói. Nemendur BHS sjá um upptöku og klippingu á innslögum en nemendur HÍ sjá um viðtöl og undirbúning. Klipping fer fram á skrifstofu hátíðarinnar á tækjum sem Apple leggur til.


Á kvikmyndahátíð

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira