Kennari í Borgarholtsskóla hlýtur námsefnisstyrk frá SI

26/9/2006

Egill Þór Magnússon kennari í Borgarholtsskóla hlaut 200.000 kr. styrk frá Samtökum Iðnaðarins til útgáfu á námsefni í verklegum loftstýringum.

IÐNÚ – bókaútgáfa hlaut 4,0 milljóna króna styrk til þýðingar og útgáfu á grundvallarriti í málmiðngreinum sem á þýsku heitir Fachkunde Metall og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hlaut 500.000 króna styrk til útgáfu á ritinu Rakavarnarlög í húsbyggingum.

Námsefnisstyrk SI er úthlutað tvisvar á ári. Seinni úthlutun 2006 hefur verið auglýst og þurfa umsóknir að hafa borist Samtökum iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrir 30. nóvember.

Namsefnisst_SI_uthl

Frá úhlutun námsefnisstyrkja SI

F.v.: Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur RB, Egill Þór Magnússon framhaldsskólakennari, Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ, og Helgi Magnússon, formaður SI.

(mynd sótt af vef SI 26.9.)


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira