Kennari í Borgarholtsskóla hlýtur námsefnisstyrk frá SI
Egill Þór Magnússon kennari í Borgarholtsskóla hlaut 200.000 kr. styrk frá Samtökum Iðnaðarins til útgáfu á námsefni í verklegum loftstýringum.
IÐNÚ – bókaútgáfa hlaut 4,0 milljóna króna styrk til þýðingar og útgáfu á grundvallarriti í málmiðngreinum sem á þýsku heitir Fachkunde Metall og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hlaut 500.000 króna styrk til útgáfu á ritinu Rakavarnarlög í húsbyggingum.
Námsefnisstyrk SI er úthlutað tvisvar á ári. Seinni úthlutun 2006 hefur verið auglýst og þurfa umsóknir að hafa borist Samtökum iðnaðarins, Borgartúni 35, fyrir 30. nóvember.
Frá úhlutun námsefnisstyrkja SI
F.v.: Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur RB, Egill Þór Magnússon framhaldsskólakennari, Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ, og Helgi Magnússon, formaður SI.
(mynd sótt af vef SI 26.9.)